fbpx
Kristófer undirskrift vefur

Christopher Harrington ráðinn til Fram.

Christopher Harrington

Fram hefur ráðið Christopher Harrington sem þjálfara meistaraflokks kvenna og sem yfirþjálfara yngri flokka kvenna. Christopher, sem kemur frá Írlandi, hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli.
Hann var aðstoðarþjálfari Þórs/KA í Pepsi Max deildinni  2018 og 2019 og á sama tíma þjálfari 2.fl.kv. hjá Þór/KA og hjá Hömrunum á Akureyri en 2.fl.kv. varð íslandsmeistari undir hans stjórn.  
Hér á landi hefur hann einnig þjálfað hjá Vestra og Tindastól ásamt því að hafa starfað sem þjálfari bæði í Bandaríkjunum og á Írlandi.
Nú síðast þjálfaði hann B71 í Færeyjum ásamt því að vera yfir unglingastarfi félagsins.

Fram bindur  miklar vonir við komu Christophers til félagsins. Kvennastarfið hefur nú flutt úr Safamýri í Úlfarsárdal og er það fyrsta skrefið í að flytja alla starfsemi Fram þangað.
Christopher mun skipuleggja og móta yngri flokka starfið á nýjum stað ásamt því að endurvekja meistaraflokk kvenna. 
Æfingar hjá meistaraflokki hefjast í næstu viku og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18:00 á Framvellinum í Úlfarsárdal og eru leikmenn sem hafa áhuga á að mæta hvattar til að gera það eða hafa samband við Christopher á netfangið harrosix@hotmail.com.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!