Fram hefur ráðið Christopher Harrington sem þjálfara meistaraflokks kvenna og sem yfirþjálfara yngri flokka kvenna. Christopher, sem kemur frá Írlandi, hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli.
Hann var aðstoðarþjálfari Þórs/KA í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019 og á sama tíma þjálfari 2.fl.kv. hjá Þór/KA og hjá Hömrunum á Akureyri en 2.fl.kv. varð íslandsmeistari undir hans stjórn.
Hér á landi hefur hann einnig þjálfað hjá Vestra og Tindastól ásamt því að hafa starfað sem þjálfari bæði í Bandaríkjunum og á Írlandi.
Nú síðast þjálfaði hann B71 í Færeyjum ásamt því að vera yfir unglingastarfi félagsins.
Fram bindur miklar vonir við komu Christophers til félagsins. Kvennastarfið hefur nú flutt úr Safamýri í Úlfarsárdal og er það fyrsta skrefið í að flytja alla starfsemi Fram þangað.
Christopher mun skipuleggja og móta yngri flokka starfið á nýjum stað ásamt því að endurvekja meistaraflokk kvenna.
Æfingar hjá meistaraflokki hefjast í næstu viku og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18:00 á Framvellinum í Úlfarsárdal og eru leikmenn sem hafa áhuga á að mæta hvattar til að gera það eða hafa samband við Christopher á netfangið harrosix@hotmail.com.
Knattspyrnudeild FRAM