Valinn hefur verið æfingarhópur Íslands f. suðvestur horn, ”Þjálfum saman” en hópurinn tekur þátt í æfingum á vegum KSÍ fimmtudaginn 27.febrúar kl. 17:00 í Skessunni. Að þessu sinni eru æfingarnar í samstarfi við FH og verða þjálfarar frá FH-ingum á æfingunni ásamt þjálfurum frá KSÍ.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessu æfingahópi Íslands en Nikulás Ásmundsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Nikulás Ásmundsson FRAM
Gangi þér vel Nikulás ÁFRAM FRAM