
Við FRAMarar héldum í dag fimmta súpufund vetrarins. Okkur telst til að það hafi verið tæplega 50 menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Súpan í dag afbragðsgóð.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Margt að ræða og stemmingin góð í dag.
Næsti súpufundur verður fimmtudaginn 26. mars 2020.

Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem mættu í dag, það var mjög vel mætt, þrátt fyrir leiðindar færð, fyrir það erum við mjög þakklát og hvað þessi uppákoma heppnast alltaf vel.
Takk fyrir komuna og sjáumst í mars.
ÁFRAM FRAM