fbpx
U lið kvenna deildarmeistari 2020 vefur

FRAM Deildarmeistari í Grill 66 deild kvenna 2020

FRAM U Deildarmeistarar kvenna 2020

Ungmennalið FRAM í handbolta kvenna tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Grill 66 deildinni. Það gerðu þær með því að sigra ÍR í Safamýrinni með töluverðum yfirburðum.

Lokatölur 42 – 23 þar sem Harpa María skoraði 10 mörk. Daðey Ásta 9 og Lena Margrét 8. Erna Guðlaug skoraði 6 en aðrar minna. Heiðrún Dís varði vel í markinu sem og Sara Xiao.

Stelpurnar hafa unnið alla 19 leiki sína og ekkert lið getur náð þeim að stigum þegar 3 umferðir eru eftir.

Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og óskum við þeim innilega til hamingju með Deildarmeistaratitilinn 2020.

Þess ber að geta að liðið getur ekki farið upp í efstu deild þar sem FRAM með með lið í Olísdeildinn, efstu deild kvenna og reglur segja að FRAM má bara hafa eitt lið í deild þeirra bestu þó við gætum greinilega verið með 2 lið í þeirri deild núna.

Þjálfari stúlknanna er Guðmundur Árni Sigfússon en hann er ekki alveg ókunnugur því að vinna titla með liðum sínum.

Til hamingju FRAMarar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!