
Ungmennalið FRAM í handbolta kvenna tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Grill 66 deildinni. Það gerðu þær með því að sigra ÍR í Safamýrinni með töluverðum yfirburðum.
Lokatölur 42 – 23 þar sem Harpa María skoraði 10 mörk. Daðey Ásta 9 og Lena Margrét 8. Erna Guðlaug skoraði 6 en aðrar minna. Heiðrún Dís varði vel í markinu sem og Sara Xiao.
Stelpurnar hafa unnið alla 19 leiki sína og ekkert lið getur náð þeim að stigum þegar 3 umferðir eru eftir.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og óskum við þeim innilega til hamingju með Deildarmeistaratitilinn 2020.
Þess ber að geta að liðið getur ekki farið upp í efstu deild þar sem FRAM með með lið í Olísdeildinn, efstu deild kvenna og reglur segja að FRAM má bara hafa eitt lið í deild þeirra bestu þó við gætum greinilega verið með 2 lið í þeirri deild núna.
Þjálfari stúlknanna er Guðmundur Árni Sigfússon en hann er ekki alveg ókunnugur því að vinna titla með liðum sínum.
Til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM