fbpx
Getraunaleikur 2020 logo

Getraunaleikur FRAM hefst á laugardag

Getraunaleikur Fram hefst laugardaginn 7. mars – nú líka getraunakaffi í Úlfarsárdalnum

Getraunakaffi hefst í Framheimilinu í Úlfarsárdal laugardaginn 7. mars milli kl. 10:00-12:00. Getraunakaffið í Safamýrinni verður að sjálfsögðu á sínum stað líka.

Nýr getraunaleikur fer í gang. Allir velkomnir! Hægt að skrá sig með því að senda póst á 1x2fram@gmail.com eða með því að mæta á staðinn í Úlfarsárdal.

Reglur getraunaleiksins:
1. Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Fram. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum eitthvað gott nafn.
2. Spilað verður í einum riðli í 8 vikur eða alla laugardagsmorgna frá 7. mars til og með 25. apríl og gilda 7 bestu vikurnar. Ef fleiri en einn hópur er jafn eftir 8 vikur þá fer sá hópur áfram sem er með fleiri rétta samtals úr síðustu þremur umferðunum. Sé ennþá jafnt þá verður varpað hlutkesti. 5 efstu hóparnir fara svo áfram í úrslitakeppni þar sem allir byrja á núlli. Úrslitakeppnin fer fram leikvikurnar 2., 9. og 16. maí. Allar þrjár umferðirnar gilda og sá hópur sem verður með flesta leiki rétta sigrar. Ef tveir hópar eru jafnir að lokinni úrslitakeppninni sigrar sá hópur sem varð ofar í riðlakeppninni.
3. Hver hópur sendir inn 1-2 seðla í hverri leikviku. Betri seðillinn gildir. Hver seðill skal innihalda 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu. Skylda er að kaupa seðilinn til þess að hann gildi í leiknum (kostar kr. 832-.) Kreditkortanúmer er þá vistað í kerfi Íslenskra getrauna og seðillinn skuldfærður á það kort í hverri viku.
4. Seðlar skulu vera komnir til umsjónarmanna getraunastarfs Fram fyrir kl. 12:00. Tekið er á móti seðlunum á laugardögum í Framheimilinu í Úlfarsárdal og í íþróttahúsi Fram í Safamýri frá kl. 10:00 til 12:00 þar sem boðið verður upp á getraunakaffi. Einnig er hægt að senda seðlana á 1x2fram@gmail.com.
5. Gleymi hópur að senda inn seðil þá fær sá hópur lægsta skor þeirrar viku í riðlinum.
6. . Þátttökugjald er kr. 5.000- á hóp. Greiðist inn á reikning 0114-26-001021 kt. 660184-0589 (kvittun með nafni hóps á 1x2fram@gmail.com). Einnig er hægt að greiða með korti í Úlfarsárdal. Þeir sem kaupa miðana sína í gegnum 1×2.is/felog eða á einhverjum af sölustöðum Íslenskra getrauna verða að muna að skrá getraunanúmer Fram sem er 108. Einnig er nauðsynlegt að skrá hópnúmerið sitt á seðilinn sem nota á í leiknum. Sé þetta ekki gert skráist seðillinn ekki sjálfkrafa inn í leikinn og getur það verið smá vinna að finna út úr því eftirá. Það er því gríðarlega mikilvægt að muna eftir þessu tvennu – 108 og HÓPNÚMER!!!

Glæsilegir vinningar!

Glæsilegir vinningar! Sigurvegararnir hljóta að launum ferð með TA Sport Travel á leik í enska boltanum 2020-2021. Öll lið sem komast í úrslitakeppnina fá vinning.

Getraunaleikur FRAM er á Facebook

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!