fbpx
Basti vefur

Sebastian Alexandersson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta.

Basti

Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um ráðningu Sebastians í starf þjálfara meistarflokks karla. Sebastian skrifaði undir 3 ára samning við félagið í dag.

Sebastian var leikmaður Fram hér á árum áður. Hann gekk til liðs við félagið árið 1998 frá Aftureldingu og lék með félaginu til ársins 2004 og var meðal annars í liðinu sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn árið 2000. Sebastian gekk aftur til liðs við fram árið 2011 og lék með liðinu leiktíðina 2011-2012 þá 42 ára að aldri.

Sebastian starfaði lengi sem þjálfari á Selfossi og á stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur verið í gangi síðastliðin ár. Sebastian hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar síðastliðin 2 ár með eftirtektarverðum árangri. Liðið er nú í 3.sæti deildarinnar þegar hlé hefur verið gert á deildarkeppninni.

Við bjóðum Sebastian velkominn í Fram og hlökkum til samstarfsins.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson
Formaður

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!