
Það er handknattleiksdeild FRAM mikil ánægja að tilkynna að Þorgrímur Smári Ólafsson hefur framlengt samning sinn um 2 ár eða til ársins 2022. Þorgrímur Smári hefur verið lykilmaður í okkar liði í vetur og verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar en hann hefur skorað 107 mörk í 20 leikjum.
Þorgrímur Smári getur leyst allar stöður út á vellinum ásamt því að vera öflugur varnarmaður. Þorgrímur Smári er mikill FRAMari og félagsmaður. Hann hefur verið duglegur að láta gott af sér leiða innan félagsins sem og að þjálfa yngri flokka félagsins með miklum myndarbrag.
Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson
Formaður