fbpx
Mfl.kvk.2020-1 (2)

Fram kynnir til leiks 7 nýja leikmenn sem ganga til liðs við mfl. kvenna.

Fram kynnir til leiks 7 nýja leikmenn sem ganga til liðs við meistaraflokk kvenna.
Leikmennirnir eru:

Auður Erla Gunnarsdóttir uppalin í Fram
Ásdís Anna Sigurðardóttir kemur frá Aftureldingu
Eygló Erna Kristjánsdóttir kemur frá Þór/KA
Salka Ármannsdóttir kemur frá Álftanesi
Svanhvít Valtýsdóttir kemur frá Fjölni
Þorbjörg Kristinsdóttir uppalin hjá Fram
Þórdís Ösp Cummings Benediktsdóttir kemur frá Sindra

”Ég er mjög ánægður með þessar stelpur sem nú ganga til liðs við Fram. Þær koma með reynslu úr öllum deildum kvennaboltans, frá Pepsi Max deildinni niður í 2. deild, reynslu sem á eftir að nýtast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er. Við erum með blöndu af ungum og eldri leikmönnum sem er nauðsynlegt þar sem eldri leikmenn geta miðlað sinni reynslu til þeirra yngri. Allt eru þetta góðir leikmenn en umfram allt frábærir einstaklingar sem yngri iðkendur geta litið upp til og lært af.

Á næstunni munu fleiri leikmenn ganga til liðs við Fram þannig að FRAMtíðin er björt í Úlfarsárdal” segir Christopher Harrington þjálfari mfl.kv.

Áfram Fram stelpur!🔵💙⚽️

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!