fbpx
FRAMfáni vefur

Allar æfingar hjá FRAM falla niður um ótiltekinn tíma



Sælir FRAMarar/foreldrar og forráðamenn

Í ljósi samkomubanns höfum við ákveðið að allar æfingar falli
niður frá og með deginum í dag 16. mars um ótiltekinn tíma.

Þetta á við um allar greinar innan félagsins og íþróttaskóla FRAM í Ingunnarskóla

Búið er að loka skólaíþróttahúsum í Reykjavík næstu 4 vikur eða á meðan samgöngubann gildir. 

Eins er ljóst að allur akstur mun falla niður á meðan samgöngubann er í gildi.

Hvað varðar framhaldið þá munum við fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu, meta hvað er hægt að gera viku fyrir viku og látum ykkur vita ef einhverjar breytingar verða.

Við trúum því að ef við stöndum saman, vöndum okkur og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út,  muni þetta ástand ganga hratt yfir.

Við ætlum að gera breytingar á opnunnartíma skrifstofu FRAM, starfsmenn munu frá og með deginum í dag 16. mars, vinna heima að hluta.  Aðeins einn starfsmaður FRAM verður á skrifstofunni í Safamýri frá kl. 11:00-16:00 virka daga.  Skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal verður lokuð. 
Hægt verður að hafa samband við okkur öll í gegnum tölvupóst og síma.

Kveðja,

Starfsfólk Knattspyrnufélagsins FRAM



Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!