Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að Guðfinnur Kristmannsson hefur tekið að sér starf aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næsta vetur. Einnig mun hann stýra ungmennaliði karla sem mun spila í Grill66-deildinni næsta vetur.
Guðfinnur er margreyndur leikmaður, landsliðsmaður og þjálfari. Hann er Eyjamaður og hóf sinn feril hjá ÍBV en hann lék einnig með ÍR hér heima. Hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð hjá Wasaiterna og IK Heim. Guðfinnur lék 22 A-landsleiki á árunum 2000-2001.
Guðfinnur þjálfaði Wasaiterna í efstu deild í Svíþjóð leiktímabilið 2002-2003 en hér heima hefur hann þjálfað Gróttu ásamt aðstoðarþjálfun hjá Stjörnunni og ÍR.
Það er ljóst að það er mikil styrking fyrir okkar frábæra félag að fá svo öflugan og reyndan aðila til að hjálpa okkur við áframhaldandi uppbyggingu karlaliðs Fram.
Velkominn í Fram Guðfinnur!
Áfram Fram!