fbpx
Rógvi Dal vefur

Rógvi Dal Christiansen og Vilhelm Poulsen til Fram!

Það er handknattleiksdeild Fram ánægja að tilkynna að tveir færeyskir landsliðsmenn hafa skrifað undir 2 ára samninga við deildina. Þetta eru þeir Rógvi Dal Christiansen og Vilhelm Poulsen.

Rógvi er 26 ára og er öflugur línumaður og varnarmaður sem leikið hefur með Kyndil frá Þórshöfn og verið fastamaður í landsliði Færeyinga síðastliðin ár.

Vilhelm er tvítugur og er öflug örvhent skytta og hornamaður. Hann hefur leikið með H71 Hoyvik allan sinn feril og hefur verið fastamaður í öllum yngri landsliðum Færeyja og er í dag A-landsliðsmaður.

Þetta eru tveir öflugir leikmenn sem koma til með styrkja hóp okkar mikið og erum við hjá Fram ákaflega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta þeirra næstu tvö tímabil. Þetta hefði hinsvegar ekki verið hægt án aðstoðar frá bakhjörlum félagsins og kunnum við þeim afar góðar þakkir fyrir.

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!