Það er handknattleiksdeild Fram sönn ánægja að tilkynna að tveir ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir 2 ára samninga við Fram.
Róbert Örn er hávaxinn (202 cm) markmaður sem kemur til okkar frá Víkingi. Hann er fæddur árið 1998 en hann lék 15 leiki með Víkingi í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili.
Þorvaldur er einnig hávaxinn (197 cm) línumaður sem kemur til okkar frá Fjölni. Þorvaldur er einnig fæddur árið 1998 en hann lék 19 leiki með Fjölni í Olís-deildinni síðastliðinn vetur.
Við í Fram erum gríðarlega ánægð með að vera búin að tryggja okkur krafta þessara tveggja ungu og efnilegu leikmanna.
Velkomnir í Fram strákar!
Áfram Fram!