fbpx
Þorvaldur vefur

Róbert Örn Karlsson og Þorvaldur Tryggvason til FRAM

Róbert Örn
Þorvaldur Tryggvason

Það er handknattleiksdeild Fram sönn ánægja að tilkynna að tveir ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir 2 ára samninga við Fram.

Róbert Örn er hávaxinn (202 cm) markmaður sem kemur til okkar frá Víkingi. Hann er fæddur árið 1998 en hann lék 15 leiki með Víkingi í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili.

Þorvaldur er einnig hávaxinn (197 cm) línumaður sem kemur til okkar frá Fjölni. Þorvaldur er einnig fæddur árið 1998 en hann lék 19 leiki með Fjölni í Olís-deildinni síðastliðinn vetur.

Við í Fram erum gríðarlega ánægð með að vera búin að tryggja okkur krafta þessara tveggja ungu og efnilegu leikmanna.

Velkomnir í Fram strákar!

Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!