Svala Júlía Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram eða til júní 2022.
Svala Júlía var lykilmaður í U-liði Fram s.l. vetur sem hafði tryggt sér deildarmeistaratitil í Grilldeild kvenna í vor þegar handboltinn var blásinn af.
Svala Júlía lék alla 19 leiki U-liðs Fram í Grilldeildinni í vetur og skoraði í þeim 64 mörk. Hún kom einnig við sögu í 6 leikjum í OLÍS deild kvenna í vetur og skoraði þar 1 mark.
Svala Júlía sem er tvítug leikur í stöðu línumanns og hefur tekið miklum framförum sem leikmaður undanfarin ár.
Svala Júlía er uppalin hjá okkur í Fram og er einn af framtíðarleikmönnum Fram.
Til lukku með þetta Framarar.