fbpx
Svala gegn Selfoss vefur

Svala Júlía framlengir samning sinn við Fram

Svala Júlía Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram eða til júní 2022.

Svala Júlía var lykilmaður í U-liði Fram s.l. vetur sem hafði tryggt sér deildarmeistaratitil í Grilldeild kvenna í vor þegar handboltinn var blásinn af.

Svala Júlía lék alla 19 leiki U-liðs Fram í Grilldeildinni í vetur og skoraði í þeim 64 mörk.  Hún kom einnig við sögu í 6 leikjum í OLÍS deild kvenna í vetur og skoraði þar 1 mark.

Svala Júlía sem er tvítug leikur í stöðu línumanns og hefur tekið miklum framförum sem leikmaður undanfarin ár.

Svala Júlía er uppalin hjá okkur í Fram og er einn af framtíðarleikmönnum Fram.

Til lukku með þetta Framarar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!