Kæru Framarar
Fimmtudagskvöldið, 4. júní kl. 20 (húsið opnar kl. 19) verður skemmtileg kynningardagskrá fyrir stuðningsmenn þar sem við fáum að kynnast knattspyrnusumrinu hjá Fram 2020. Stuðið fer fram í veislusalnum í Safamýri, við verðum á léttu nóttunum og kvöldið verður með bjórívafi.
Þar fær stuðningsfólk Fram einstakt tækifæri til að hitta bæði þjálfara meistaraflokks karla og kvenna, sem og leikmenn og við tökum púlsinn á þeirra undirbúningsvinnu.
– Hvernig koma leikmenn undan vetri og veirufaraldri?
– Ætlum við að hafa gaman í sumar?
– Hvernig verða búningarnir?
– Og hvernig er stemningin hjá nýstofnuðum meistaraflokki kvenna?
Við kynnumst væntanlegu Fram-hlaðvarpi, fáum Stefán Pálsson í heimsókn og þéttum raðir stuðningsmanna Fram.
Mætum öll í stuði !