fbpx
Stuðningsmannakvöld 4.5

Stuðningsmannakvöld Fram fimmtudag 4. júní kl. 20:00

Kæru Framarar

Fimmtudagskvöldið, 4. júní kl. 20 (húsið opnar kl. 19) verður skemmtileg kynningardagskrá fyrir stuðningsmenn þar sem við fáum að kynnast knattspyrnusumrinu hjá Fram 2020. Stuðið fer fram í veislusalnum í Safamýri, við verðum á léttu nóttunum og kvöldið verður með bjórívafi.

Þar fær stuðningsfólk Fram einstakt tækifæri til að hitta bæði þjálfara meistaraflokks karla og kvenna, sem og leikmenn og við tökum púlsinn á þeirra undirbúningsvinnu.

– Hvernig koma leikmenn undan vetri og veirufaraldri?
– Ætlum við að hafa gaman í sumar?
– Hvernig verða búningarnir?
– Og hvernig er stemningin hjá nýstofnuðum meistaraflokki kvenna?

Við kynnumst væntanlegu Fram-hlaðvarpi, fáum Stefán Pálsson í heimsókn og þéttum raðir stuðningsmanna Fram.

Mætum öll í stuði !

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!