Lokahóf handknattleiksdeildar Fram fór fram að kvöldi 16.júní. Þar fóru þjálfarar og formaður yfir veturinn og einstaklingsverðlaun veitt.

Halldór J. Sigfússon þjálfari karlaliðs okkar veitti eftirfarandi viðurkenningu.
Efnilegastur: Andri Dagur Ófeigsson
Mikilvægastur: Þorgrímur Smári Ólafsson
Bestur: Lárus Helgi Ólafsson.



Stefán Arnarsson þjálfari kvennaliðs okkar sem var ósigrandi í vetur veitti eftirfarandi viðurkenningu
Efnilegust: Harpa María Friðgeirsdóttir
Mikilvægust: Steinunn Björnsdóttir
Best: Ragnheiður Júlíusdóttir

Guðmundur Árni Sigfússon þjálfari U-liðs kvenna veitti einnig viðurkenningar en það lið sigraði alla leiki sína í deild. Eftirfarandi fengu viðurkenningar:
Efnilegust: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir
Mikivægust: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir
Best: Lena Margrét Valdimarsdóttir

Roland Eradze þjálfari U-liðs karla sem komst upp um deild í Grill deildina eftir góða spilamennsku í vetur veitti eftirfarandi verðlaun:
Efnilegastur: Stefán Arnalds
Mikilvægastur: Arona Fannar Sindrason
Bestur: Andri Dagur Ófeigsson.

Einnig fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki eftirfarandi:
Arnar Snær Magnússon
Valdimar Sigurðsson
Ægir Hrafn Jónsson
Lúðvík Thorberg Arnkelsson
Ólafur Jóhann Magnússon

Viðurkenningu fyrir 200 leiki fékk svo stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir.
Þetta var gott kvöld sem rak endahnútinn á ágætt tímabil hjá okkur Frömurum. En við viljum alltaf meira í Fram og næsta tímabil verður tekið með trompi.
Til hamingju öll með viðurkenningarnar og titlana.
Áfram FRAM!
Myndirnr tók Jóhann G. Kristinsson en fleiri myndir má sjá á
http://frammyndir.123.is/pictures/