fbpx
Deildarmeistarar 2020 vefur

Vel heppnað lokahóf Handknattleiksdeildar Fram

Lokahóf handknattleiksdeildar Fram fór fram að kvöldi 16.júní. Þar fóru þjálfarar og formaður yfir veturinn og einstaklingsverðlaun veitt.

Halldór J. Sigfússon þjálfari karlaliðs okkar veitti eftirfarandi viðurkenningu.

Efnilegastur: Andri Dagur Ófeigsson
Mikilvægastur: Þorgrímur Smári Ólafsson
Bestur: Lárus Helgi Ólafsson.

Stefán Arnarsson þjálfari kvennaliðs okkar sem var ósigrandi í vetur veitti eftirfarandi viðurkenningu

Efnilegust: Harpa María Friðgeirsdóttir
Mikilvægust: Steinunn Björnsdóttir
Best: Ragnheiður Júlíusdóttir

Guðmundur Árni Sigfússon þjálfari U-liðs kvenna veitti einnig viðurkenningar en það lið sigraði alla leiki sína í deild. Eftirfarandi fengu viðurkenningar:

Efnilegust: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir
Mikivægust: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir
Best: Lena Margrét Valdimarsdóttir

Roland Eradze þjálfari U-liðs karla sem komst upp um deild í Grill deildina eftir góða spilamennsku í vetur veitti eftirfarandi verðlaun:

Efnilegastur: Stefán Arnalds
Mikilvægastur: Arona Fannar Sindrason
Bestur: Andri Dagur Ófeigsson.

Einnig fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki eftirfarandi:

Arnar Snær Magnússon
Valdimar Sigurðsson
Ægir Hrafn Jónsson
Lúðvík Thorberg Arnkelsson
Ólafur Jóhann Magnússon

Viðurkenningu fyrir 200 leiki fékk svo stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir.

Þetta var gott kvöld sem rak endahnútinn á ágætt tímabil hjá okkur Frömurum. En við viljum alltaf meira í Fram og næsta tímabil verður tekið með trompi.

Til hamingju öll með viðurkenningarnar og titlana.

Áfram FRAM!

Myndirnr tók Jóhann G. Kristinsson en fleiri myndir má sjá á
http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!