




Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 21 leikmann til æfinga með B-landsliði kvenna. Æfingarnar munu fara fram dagana 24.-27. júní en í liðinu er blanda af eldri leikmönnum sem hafa verið nálægt eða í kringum A-landsliðið undanfarin ár. Þá eru einnig leikmenn í hópnum sem hafa staðið sig vel með yngri landsliðum Íslands.
“Við viljum kynnast fleiri leikmönnum og víkka sjóndeildarhringinn áður en við veljum næsta hóp, það er töluverður tími núna í næsta verkefni og því rétt að gefa fleirum tækifæri á að mæta á æfingar hjá okkur,“ sagði Arnar Pétursson um valið á hópnum.
Við FRAMarar eru auðvitað stoltir af því að eiga fimm leikmenn í þessum æfingahópi Íslands en þær sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:
Harpa María Friðgeirsdóttir Fram
Jónína Hlín Hansdóttir Fram
Kristrún Steinþórsdóttir Fram
Lena Margrét Valdimarsdóttir Fram
Sara Sif Helgadóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM