fbpx
Harpa gegn ibv vefur

Fimm frá Fram í B-landslið kvenna.

Jónína Hlín
Kristrún
Lena Margrét
Sara Sif.
Harpa María

Arn­ar Pét­urs­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í hand­knatt­leik, hef­ur valið 21 leik­mann til æf­inga með B-landsliði kvenna. Æfing­arn­ar munu fara fram dag­ana 24.-27. júní en í liðinu er blanda af eldri leik­mönn­um sem hafa verið nálægt eða í kring­um A-landsliðið und­an­far­in ár. Þá eru einnig leikmenn í hópn­um sem hafa staðið sig vel með yngri landsliðum Íslands. 

“Við vilj­um kynn­ast fleiri leik­mönn­um og víkka sjón­deild­ar­hring­inn áður en við velj­um næsta hóp, það er tölu­verður tími núna í næsta verk­efni og því rétt að gefa fleir­um tæki­færi á að mæta á æf­ing­ar hjá okk­ur,“ sagði Arn­ar Pét­urs­son um valið á hópn­um.

Við FRAMarar eru auðvitað stoltir af því að eiga fimm leikmenn í þessum æfingahópi Íslands en þær sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:

Harpa María Friðgeirs­dótt­ir                 Fram
Jón­ína Hlín Hans­dótt­ir                        Fram
Kristrún Steinþórs­dótt­ir                       Fram
Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir             Fram
Sara Sif Helga­dótt­ir                             Fram

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email