fbpx
GG-vek og fram góð

GG-verk og Fram í samstarf

GG-verk og Knattspyrnufélagið Fram undirrituðu 20. júní sl. samstarfssamning til næstu tveggja ára eða út árið 2021 hið minnsta.

Með samningi þessum verður GG-verk einn af aðal styrktaraðilum Knattspyrnufélagsins Fram og vill GG verk styðja félagið í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu.  Stuðningur þessi er hluti af markmiði GG verk í því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Merki GG-verk mun á næstu tveimur árum blasa við áhorfendum á brjósti allra FRAMara, en meistaraflokkar FRAM sem og yngri flokkar félagsins munu bera merki GG-verk á nýjum og glæsilegum búningum FRAM.

GG verk var stofnað árið 2006 og eru eigendur þess þriðja kynslóð smiða í fjölskyldu sinni og búa því yfir áratuga reynslu í faginu. Fyrirtækjamenningin ber þess einkenni að vera byggt á fjölskyldugrunni en hugmyndafræði og gildi fyrirtækisins taka fyrst og fremst mið af góðum ytri og innri samskiptum þar sem samvinna, þátttaka og teymisvinna gegna veigamiklu hlutverki.

Gaman er að segja frá því að GG verk vinnur einnig að uppbyggingu nýrrar og glæsilegrar íþróttamiðstöðvar FRAM í Úlfarsársal en þangað mun Fram að flytja starfsemi sína sumarið 2022.

Það má því segja að FRAM og GG-verk séu að byggja upp til framtíðar og þar fara saman gildi FRAM og GG-verks. 

GG-verk mun á samningstímanum styðja við, bæði afreks- og unglingastarf Fram og metum við mikils þann stuðning GG-verks .

Við bjóðum GG-verk velkomna í Fram fjölskylduna og hlökkum til samstarfsins.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!