fbpx
Fagnað gegn ÍR

Jafnt gegn ÍR á heimavelli

Aukaspyrnan í mark

Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmótinu og þann fyrsta á heimavelli okkar í mjög langan tíma. Ef við teljum bikarleikinn ekki með.  Það var gaman að mæta aftur í Safamýrina og horfa á stelpurnar spila, mjög vel mætt á leikinn, sennilega nálægt 100 manns sem voru á svæðinu þegar mest var, sem er frábært.

Við byrjuðum leikinn frekar rólega og það vantaði smá ró og yfirvegun í liðið að mér fannst. Við að reyna að spila boltanum en náðum lítið að tengja okkur saman.  Það var pínu stress í liðinu og þó ég þekki okkar leikmenn ekki vel, þá fannst mér þær eitthvað óöruggar í byrjun.

Það fór svo þannig að við fengum á okkur tvö mörk á mjög stuttum tíma, bæði upp úr engu eða allavega litlu.  Skot utan af velli sem sigldu í netið, þó var það síðara hörkumark sem var erfitt að eiga við. Staðan eftir um 25. mín. 0-2.  Eftir markið jafnaðist leikurinn og við náðum betri tókum á leiknum.  Fengum víti á c.a 40. mín. sem var varið.  Staðan í hálfleik 0-2.
Fréttaritari var eins og Stefán Páls ekki með penna og er ekki alveg með tímasetningar á hreinu. Pínu súrt að setja ekki mark í þessum hálfleik en mikil batamerki á liðinu þegar leið á leikinn.

Chris þjálfari gerði tvær breytingar í hálfleik og það mætti algjörlega nýtt lið til leiks í þeim síðari, bullandi barátta í liðinu, við settum strax pressu á andstæðinginn og náðum algjörum yfirburðum. Leikurinn fór algjörlega fram á öðrum helmingi vallarins en við náðum samt ekki að skapa mikið,  vorum að reyna mikið að erfiðum skotum utan teigs.  En með vinnusemi náðum við að skapa fleiri færi og fengum algjört dauðafæri sem við nýttum ekki, rétt áður en við fengum á okkur þriðja markið sem kom algjörlega gegn gangi leiksins á 78 mín.  Algjört röthögg að fá þetta mark á sig, staðan 0-3, lítið eftir og leikurinn tapaður. 

En þannig litu stelpurnar ekki á málið, sem er verulega jákvætt, því við sem sátum í stúkunni vorum búinn að játa okkur sigraða.   Þær bættu bara í, pressuðu stíft og það skilaði þremur mörkum á mjög stuttum tíma. Magðalena Ólafsdóttir gerði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu vel utan teigs, flott mark, 1-3.  Stuttu síðar settum við mark af stuttu færi og var það Salka Ármannsdóttir, gott mark eftir fínan undirbúning og það síðasta kom eftir tvö hörku skot sem markvörður ÍR náði að verja en að lokum setti Aldís Auðbjörg Garðarsdóttir boltan í netið og staðan orðin 3-3. Virkilega flottur kafli hjá okkar stelpum, sem voru ótrúlega einbeittar og flottar.  Leikurinn var áfram fjörugur en engin alvöru færi það sem eftir lifði leiks. Lokatölur í Safamýrinni 3-3.

Eftir svona leik eru kannski allir ósáttir, við pínu svekktar að hafa ekki sett meiri pressu á ÍR liðið fyrr og tekið leikinn yfir fyrr.   Leikurinn var nánast tapaður á 78 mín. í stöðunni 0-3 þannig að þessi úrslit er frábær fyrir okkar stelpur og ég myndi halda að þetta gæfi okkur sjálfstraust fyrir næstu leiki. Það býr meira í okkur liði, ég tek hatt minn ofan fyrir baráttunni í liðinu og mögnuðum karakter að klára leikinn í frekar vondri stöðu. 

Vel gert stelpur, ég skemmti mér vel á þessum fyrsta leik sem ég sé með liðinu, framhaldið verður klárlega áhugavert og ég mun mæta aftur.

Næsti leikur er gegn Álftanesi á forsetavellinum, hver verður forseti þá vitum við ekki en förum yfir það síðar, leikurinn á fimmtudag kl. 19:15, munið að kjósa.

ÁFRAM FRAM

Myndir frá Kidda Trausta hér https://www.flickr.com/photos/99255499@N07/albums/72157714872767353

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!