Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir landsliðsþjálfarar Íslands U18 kvenna hafa valið 16 leikmenn sem spila tvo vináttulandsleiki við Færeyinga í byrjun ágúst. Liðið heldur til Færeyja föstudaginn 31. júlí. Leikirnir við Færeyinga fara fram í Þórshöfn 1. og 2. ágúst en liðið heldur heim 3. ágúst.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum landsliðshópi Íslands en Daðey Ásta Hálfdánsdóttir var valinn frá Fram að þessu sinni.
Daðey Ásta Hálfdánsdóttir Fram
Gangi þér vel Daðey Ásta.
ÁFRAM FRAM