fbpx
Kvennaflokkar-vefur

Knattspyrnudeild Fram auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fram leitar að öflugum knattspyrnuþjálfurum og markmannsþjálfara fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrnudeild Fram leitar að öflugum og áhugasömum þjálfurum yngri flokka til starfa hjá félaginu næsta tímabil. Einnig leitum við að markmannsþjálfara. Viðkomandi þjálfarar heyra undir yfirþjálfara knattspyrnudeildar. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Starfssvið

 • Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum
 • Umsjón með þátttöku í mótum viðkomandi flokks eða flokka
 • Samskipti við foreldra í gegnum Sportabler
 • Samskipti við foreldraráð viðkomandi flokka vegna skipulagningu móta og/eða keppnisferða
 • Samstarf við þjálfara félagsins
 • Tryggja að áherslur knattspyrnudeildar Fram séu uppfylltar á æfingum, leikjum og mótum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Þjálfaramenntun skilyrði eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
 • Áhugi á að takast á við nýjungar og margvísleg verkefni
 • Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
 • Hreint sakavottorð er skilyrði

Umsóknir berist til Ingveldar Ragnarsdóttur formanns barna- og unglingaráðs Fram á netfangið ingveldurragnars@gmail.com. Frekari upplýsingar má fá með því að senda á sama netfang eða hafa samband við Daða Guðmundsson rekstrarstjóra knattspyrnudeildar á netfangið dadi@fram.is eða hringja í síma 868-4954.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!