Ágætu foreldrar/forráðamenn
Núna er ljóst að Íþróttaskóli FRAM f. börn 18 mánaða og eldri getur ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi, laugardaginn 26. sept.
Kominn eru tilmæli frá Almannavörnum “að banna/takmarka alla utanaðkomandi umferð fólks sem ekki tengist skólastarfi inn í skólahúsin”. Þetta á líka við íþróttahúsin þannig að við fáum ekki leyfi til að setja íþróttaskólann í gang fyrr en í fyrsta lagi eftir 21. sept.
Við munum senda frá okkur auglýsingu um skráningu osfv. þegar við vitum hvernig framhaldið verður.
Knattspyrnufélagið Fram