Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til æfinga en hópurinn mun hittast og æfa saman í Vestmannaeyjum, dagana 28. september – 3. október næstkomandi.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga sex leikmenn í þessum æfingahópi Íslands en þær sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:
Hafdís Renötudóttir, Fram
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram
Perla Ruth Albertsdóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Kristrún Steinþórsdóttir, Fram
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM