fbpx
EM skokkh 2020 vefur

Fréttir af starfi Skokkhóps Fram

Skokkhópur Fram er í fullu fjöri þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu, þó við höfum þurft að aðlaga okkur að sóttvörnum hverju sinni. Í mars og apríl æfðum við hvert og eitt án þess að hittast og gekk það vonum framar enda mikil hvatning að láta vita af afrekum sínum á lokaðri FB síðu.
Í byrjum maí hófust æfingar aftur í hóp með þjálfara og hafa þær verið tvisvar í viku í allt sumar, en alls æfir hópurinn fjórum sinnum í viku.

Undanfarin ár höfum við verið með nýliðanámskeið á vorin, en ekki var lagt í það núna.
Hópurinn stóð fyrir sínu EM, þ.e. “eigin maraþoni” í ágúst, því ekkert varð af hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni. Skokkað var úr Grafarholti og endað í Hljómskálagarðinum eftir 21,1 km eða 10 km vegalengd, en 20 félagar tóku þátt í þessu mjög svo skemmtilega verkefni.

Nú í byrjun september lögðu nokkrir félagar og makar, alls 19 manns, svo land undir fót og dvöldu helgi á Siglufirði, skokkuðu Siglufjarðarskarð og ýmislegt fleira í dásamlegum veðri.

Við höldum ótrauð inn í veturinn og tökum alltaf glöð á móti nýjum meðlimum.

Kveðja Skokkhópur Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!