fbpx
EM skokkh 2020 vefur

Fréttir af starfi Skokkhóps Fram

Skokkhópur Fram er í fullu fjöri þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu, þó við höfum þurft að aðlaga okkur að sóttvörnum hverju sinni. Í mars og apríl æfðum við hvert og eitt án þess að hittast og gekk það vonum framar enda mikil hvatning að láta vita af afrekum sínum á lokaðri FB síðu.
Í byrjum maí hófust æfingar aftur í hóp með þjálfara og hafa þær verið tvisvar í viku í allt sumar, en alls æfir hópurinn fjórum sinnum í viku.

Undanfarin ár höfum við verið með nýliðanámskeið á vorin, en ekki var lagt í það núna.
Hópurinn stóð fyrir sínu EM, þ.e. “eigin maraþoni” í ágúst, því ekkert varð af hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni. Skokkað var úr Grafarholti og endað í Hljómskálagarðinum eftir 21,1 km eða 10 km vegalengd, en 20 félagar tóku þátt í þessu mjög svo skemmtilega verkefni.

Nú í byrjun september lögðu nokkrir félagar og makar, alls 19 manns, svo land undir fót og dvöldu helgi á Siglufirði, skokkuðu Siglufjarðarskarð og ýmislegt fleira í dásamlegum veðri.

Við höldum ótrauð inn í veturinn og tökum alltaf glöð á móti nýjum meðlimum.

Kveðja Skokkhópur Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email