Ágætu foreldrar/forráðamenn
Núna er ljóst að Íþróttaskóli FRAM f. börn 18 mánaða og eldri getur ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi, laugardaginn 24. okt.
Ljóst að við getum ekki verið með íþróttaskóla f. þennan aldur án aðkomu foreldra. Sjá hér að neðan.
Reglur samkvæmt Sóttvarnaráði:
Æfingar á vegum íþr.félaganna í íþróttasölum skólanna í Reykjavík eru sem hér segir:
Reglur gilda frá og með 21. sept – 19. okt
- Þau börn sem koma á æfingar á leikskólaaldri verða að koma tilbúin til æfinga. Foreldrar mega ekki koma inn í húsið með börnum sínum. Foreldrar geta fylgt/tekið á móti sínum börnum fyrir utan íþr.húsið.
- Þessar reglur eiga við um allar íþróttagreinar sem eru á vegum félaganna á þessum aldri.
Knattspyrnufélagið Fram