Um allan heim hefur Covid 19 haft áhrif á líf og íþróttastarf síðan í mars. Taekwondo samfélagið er þar engin undantekning og hefur fjölda móta verið frestað.
Í vor var svo brugðið á það ráð að halda rafræn mót í tækni þar sem keppendur senda inn myndbönd, samkvæmt reglum og kröfum hverju sinni, af tækniframkvæmd og myndböndin svo dæmd í beinni útsendingu á netinu.
Á dögunum fór eitt slíkt mót fram, Lents Taekwondo World Wide Sports Online Poomsae Open 2020.
Mótið var bæði sterkt og fjölmennt með nærri 600 keppendur allsstaðar að úr heiminum.
Íslendingar áttu nokkra keppendur á mótinu og þar af átti Fram þrjá frábæra fulltrúa sem hafa undanfarnar vikur æft stíft og voru félaginu sannarlega til sóma.Bjarki Kjartansson vann gull í flokki 17 ára og eldri með litað belti 6.-3. Kup.
Friðrik Ingi Sigurjónsson fékk silfur í flokki 17 ára og eldri með litað belti 10-7 Kup.
Þriðji og síðasti Framarinn var Anna Jasmin Njálsdóttir landsliðskona í poomsae.
Anna keppti í gríðarlega fjölmennum og sterkum flokki og hafnaði í 13. sæti og vann það afrek að enda efst af íslensku stúlkunum í flokknum.
TKD Fram er óendanlega stolt af sínu fólki og óskar keppendum og öllum þeim sem að undirbúningnum komu innilega til hamingju.
Stjórn TKD. Fram.