fbpx
Hafdís Ren vefur

Hafdís Renötudóttir til Lugi HF

Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar Renötudóttur til sænska félagsins Lugi HF. Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur í Fram að missa besta markmann landsins úr okkar röðum en það er stefna okkar að styðja okkar leikmenn til atvinnumennsku erlendis og þannig stuðla að vexti þeirra sem leikmenn og jafnframt sem einstaklingar.

Hafdís , sem er 23 ára, er uppalin í Fram en kom heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku haustið 2019 og lék með Fram á síðasta tímabili og var lykilmaður í frábæru liði. Hafdís varð bæði bikarmeistari og deildarmeistari með liðinu sem átti frábært tímabil sem þó endaði snögglega vegna heimsfaraldursins sem enn herjar á okkur. Hafdís var með hæstu hlutfallsmarkvörslu allra markvarða Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili samkvæmt HB statz en hún hefur einnig leikið stórt hlutverk í landsliði okkar Íslendinga á síðustu árum. Það er ljóst að hún á eftir að láta að sér kveða á nýjum vettvangi og hlakkar okkur til að fylgjast með framgangi hennar á næstu árum.

Gangi þér vel Hafdís og takk fyrir okkur.

Áfram FRAM og Ísland.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!