fbpx
FRAMhús vefur

Allt íþróttastarf Fram fellur niður til 19. október nk.

Í ljósi tilmæla frá sóttvarnarlækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra höfum við tekið ákvörðun um að fella niður allar æfingar á vegum Fram.  
Þetta á við allar æfingar inni og úti í öllum aldurshópum.

Tilmæli þessi gilda frá og með deginum í dag og til 19. okt. eða þar til annað verður ákveðið.

Framhús verður lokað og frístundaakstur leggst af.

Félagið mun senda frá sér frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir. 

Skrifstofa Fram er lokuð fyrir heimsóknir  

Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins með því að hringja í 533-5600 eða

Senda tölvupóst á:
dadi@fram.is
johanna@fram.is
kristinn@fram.is
toggi@fram.is
toti@fram.is

Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegum æfingum hvetjum við alla  Framara og iðkendur til að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með fjölbreyttum hætti.

Við munum hvetja þjálfara til að senda iðkendum heimaæfingar sem er tilvalið að nýta fyrir alla fjölskylduna.

Förum varlega og gerum þetta saman.

Knattspyrnufélagið Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!