fbpx
Untitled design (14)

Atvinnumennirnir okkar!

Við Framarar getum stært okkur af því að eiga flotta atvinnumenn í handbolta. Atvinnumennirnir okkar eru þau (frá vinstri) Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Hafdís Renötudóttir, Arnar Birkir Hálfdánarson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Hægri skyttan, Rúnar Kárason (1988) fór ungur árum út til Fuchse Berlin. Hann hefur leikið með liðum á borð við Bergischer HV, TV Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og TSV Hannover-Burgdorf.  Í dag leikur hann með liði Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er eins og stendur í 11. sæti efstu deildar með 3 stig eftir 7 leiki.

Línumaðurinn sterki, Arnar Freyr Arnarsson (1996) hóf sinn atvinnumannaferil í Svíþjóð með IFK Kristianstad. Eftir stutt stopp í GOG handbold í Danmörku fór hann til MT Melsungen þar sem hann leikur undir stjórn Framarans og landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar.  Arnar og félagar eru með fullt hús stiga eftir 2 leiki og standa með 10 öðrum liðum í 2. til 11. sæti í Bundisligunni.

Þó svo að þjálfarinn  Guðmundur Guðmundsson (1960) sé ekki uppalinn Framari getum við gortað okkur af því að í Safamýrinni þjálfaði hann í heil 7 ár, fyrst 1995 til 1999 og síðan 2005 til 2007.

Eins og fyrr hefur komið fram þjálfar hann lið MT Melsungen í þýska handboltanum ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta.
 

Eftir að hafa leikið erlendis í nokkur ár kom besti  markmaður Íslands, Hafdís Renötudóttir (1997) aftur til félagsins tímabilið 2019/20. Hafdís átti sinn þátt í að landa bikarmeistara- og deildarmeistaratitli félagsins sama tímabil. Ekki stóð annað til en að Hafdís myndi spila undir merkjum FRAM á yfirstandandi tímabili en eftir mjög svo stuttan aðdraganda ákvað félagið að hleypa henni út til Svíþjóðar. Þar samdi hún við Lugi HF sem situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar þar ytra með 0 stig eftir 2 leiki.

Stórskyttan og ljúfmennið, Arnar Birkir Hálfdánarson (1993) leikur með liði EHV Aue í þýsku annarri deildinni. Þetta er 3 tímabilið hjá Arnari út í atvinnumennskunni en hann lék með Sonderjyske HB í danska boltanum í 2 ár þar á undan. Arnar kemur úr mikilli FRAM fjölskyldu. Eldri systir hans, Guðrún Þóra lék með FRAM í árabil og þá er yngri systir hans, Daðey Ásta að stíga sem fyrstu skref í meistaraflokki FRAM.

Í lokin ber að nefna vonarstjörnu FRAM og íslenska landsliðsins, Viktor Gísla Hallgrímsson (2000). Þrátt fyrir ungan aldur er Viktor orðinn aðalmarkmaður GOG Handbold í Danmörku. 27. september síðastliðinn varð GOG danskur bikarmeistari fyrir tímabilið 19/20 en vegna Covid hafði honum verið frestað. Hallgrímur Jónasson fyrrum markmaður  og aðstoðarþjálfari FRAM er faðir Viktors. GOG er í 2. sæti í Primo tours deildinni, efstu deildar Danmerkur.

Einn daginn vonumst við eftir því að sjá alla þessa leikmenn snúa heim í heimahagana, spila undir merkjum FRAM með gleði og stolti. Þangað til, höldum við áfram að fylgjast með þeim standa sig á meginlandinu!

Áfram þau og áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!