fbpx
Skallatennis1

Skallatennisborð í Úlfarsárdalinn

Í dag var tekið í notkun nýtt og glæsilegt skallatennisborð í Úlfarsárdalnum sem er gjöf til iðkenda Fram frá drengjum í 5. flokki 2020.  Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna vígðu borðið við mikla lukku eins og myndirnar sýna.

Borðið er staðsett á skólalóð Dalskóla og við vonum að það muni nýtast krökkum alls hverfisins sem best og er það frábær viðbót við afþreyingu krakkanna í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Við þökkum drengjunum í 5. flokki kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og viljum einnig þakka Þorgrími Haraldssyni (Togga) kærlega fyrir þá miklu vinnu sem hann lagði á sig við að halda utan um verkefnið frá upphafi til enda.

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram

 

 

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!