fbpx
Atvinnumennirnir Okkar (6)

Perla Ruth FRAMlengir

Perla Ruth Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við Fram og er því samningsbundin félaginu til vorsins 2023. Perla er, eins og handboltaunnendur vita, landsliðskona og ein besta handknattleikskona landsins. Perla gekk til liðs við Fram í júní 2019 og er því á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Perla skoraði 56 mörk í 18 leikjum á síðasta tímabili og varð bikarmeistari og deildarmeistari með okkar frábæra liði.
 
Perla á von á barni í apríl og verður því ekki mikið með á þessu tímabili en mun koma gríðarsterk inn á því næsta. Perla er mikil fyrirmynd og er leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram og það er mikill fengur fyrir okkur í Fram að hafa hana í okkar röðum.
 
Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkar frábæra félag en fleiri fréttir eru væntanlegar á næstu dögum af leikmannamálum félagsins.
 
Áfram FRAM!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!