fbpx
Rachel og Shianne vefur

Meistaraflokkur kvenna styrkir sig fyrir endasprettinn

Meistaraflokkur FRAM kvenna í knattspyrnu eru í bullandi baráttu um sæti í úrslitakeppni sem gefur möguleika á að komast upp um deild. Þá þýðir ekkert að slaka á svo félagið nýtti félagaskiptagluggann til að styrkja sig fyrir átökin.

Félagið fékk til liðs við sig sóknarmennina Rachel Van Netten og Shianne Rosselli, báðar koma að láni út tímabilið.

Rachel er tvítugur sóknarmaður frá Hollandi. Hún hefur frábært touch og góða boltameðferð ásamt því að búa yfir miklum leikskilningi og öflugum skotfæti. Hún hefur reynslu úr hollensku deildinni þar sem hún spilaði með VV Alkmaar. Hún kemur til Fram að láni frá Aftureldingu út tímabilið.

Shianne er 24 ára gömul frá Bandaríkjunum. Hún er fyrst og fremst kantmaður en getur spilað fremst líka. Flink, hröð og með gott markanef. Hún kemur til Fram að láni frá FH út tímabilið.

Fram býður þær báðar velkomnar til liðsins og við hlökkum til að sjá þær á vellinum

Knattspyrnudeild Fram 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!