Handknattleiksdeild Fram semur við 2 ungar og efnilegar stelpur
Þær Elín Ása Bjarnadóttir og Valgerður Arnalds hafa skrifað undir tveggja ára samning við Fram
Stelpurnar hafa báðar spilað með ungmennaliði Fram sem tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og hafa staðið sig vel undanfarið á æfingum með meistaraflokki.
Það er mikið gleðiefni fyrir Fram að semja við Elínu Ásu og Valgerði.
Til hamingju stelpur.