fbpx
05.09.2021-7-1170x650

Við erum meistarar meistaranna!

Meistarakeppni HSÍ kvenna fór fram í gær á Akureyri en þar mættust Íslands- og deildarmeistarar KA/Þór og Fram. Fyrri hálfleikur leiksins var jafn frá fyrstu mínútu og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 11 – 11.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri þar til Fram stúlkur tóku öll völd á vellinum um miðjan síðari hálfleik. Þegar dómarar dagsins flautuðu til leiksloka var staðan 21-28 fyrir Fram.

Til hamingju Fram!

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 5, Krístin A. Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11, Sunna Guðrún Pétursdóttir 2.

Mörk Fram: Emma Olsson 8, Karen Knútsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14, Írena Björk Ómarsdóttir 1.

Ljósmyndir: Egill Bjarni Friðjónsson

Fleiri myndir má nálgast inn á : https://www.dropbox.com/sh/z0ox2pg5dpdm50p/AADDxUNrwso0F67VHeQ06yCGa?dl=0&fbclid=IwAR2PwLIZAJXkUN51eu5dvNLhlfVJw_rdslpVr-_ZQwtezurwL4EzcFu0n_o

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!