fbpx
Uppskeruhátíð 2021

Uppskeruhátíð yngri flokka

Það var hátíðarstemning í Safamýrinni síðastliðinn laugardag þegar meistaraflokkur Fram lyfti Lengjudeildarbikarnum við mikinn fögnuð viðstaddra. Gleðin hófst snemma en fyrr þann sama dag fór fram uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildarinnar. Mæting á uppskeruhátíðina var góð þó svo að veðrið hafi ekki endilega leikið við okkur.  

Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var fjölbreytt en iðkendum voru veittar viðurkenningar, boðið var uppá grillaðar pylsur og ís ásamt því að hoppukastali var á svæðinu og hægt var að spreyta sig á knattþrautum. 6., 7. og 8. flokkur drengja og stúlkna fengu veggspjöld af meistaraflokkum knattspyrnudeildar og viðurkenningarskjöl þar sem þeim var þakkað fyrir þeirra framlag á starfsárinu. Í 3. til 5. flokki voru veitt verðlaun til bestu leikmanna ársins og þeirra leikmanna sem mestar framfarir hafa sýnt á árinu.

Í 5. flokki kvenna hlaut Bjartey Hanna Gísladóttir verðlaun fyrir mestu framfarir og Katla Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir besta leikmann.
Jón Sigurður Bjarnason hlaut verðlaun fyrir mestar framfarir í 5. flokki karla og Guðmundur Ágúst Héðinsson fyrir að vera besti leikmaður flokksins.
Í 4. flokki kvenna hlaut Þóra Lind Guðmundsdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og Karen Dögg Hallgrímsdóttir fyrir að vera besti leikmaðurinn
Í 3. flokki karla hlaut Marteinn Már Elmarsson verðlaun fyrir mestu framfarirnar á síðasta ári og Alexander Arnarsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn
Guðlaugur Rúnar Pétursson leikmaður 2. flokks hlaut Eiríksbikarinn. En hefð er fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkharði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára. Bikarinn er gefinn til minningar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann úr Fram og er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan vallar og utan er sjálfum sér og félaginu til sóma.

Fleiri myndir af hátíðinni má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!