Það var hátíðarstemning í Safamýrinni síðastliðinn laugardag þegar meistaraflokkur Fram lyfti Lengjudeildarbikarnum við mikinn fögnuð viðstaddra. Gleðin hófst snemma en fyrr þann sama dag fór fram uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildarinnar. Mæting á uppskeruhátíðina var góð þó svo að veðrið hafi ekki endilega leikið við okkur.
Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var fjölbreytt en iðkendum voru veittar viðurkenningar, boðið var uppá grillaðar pylsur og ís ásamt því að hoppukastali var á svæðinu og hægt var að spreyta sig á knattþrautum. 6., 7. og 8. flokkur drengja og stúlkna fengu veggspjöld af meistaraflokkum knattspyrnudeildar og viðurkenningarskjöl þar sem þeim var þakkað fyrir þeirra framlag á starfsárinu. Í 3. til 5. flokki voru veitt verðlaun til bestu leikmanna ársins og þeirra leikmanna sem mestar framfarir hafa sýnt á árinu.



Í 4. flokki karla var Elmar Daði Davíðsson verðlaunaður fyrir mestar framfarir og Halldór Hilmir Thorsteinsson hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaður flokksins.


Fleiri myndir af hátíðinni má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.