fbpx
Indriði1 (2)

Indriði Áki framlengir við Fram

Indriði Áki Þorláksson hefur framlengt samning sinn við Fram til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.

Indriði Áki sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil og átti frábært sumar í ósigruðu liði Fram í Lengjudeildinni.

Alls hefur Indriði Áki leikið 87 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 13 mörk en hann lék áður með Fram árin 2015-2017.

Frammistaða Indriða Áka fór ekki framhjá sparkspekingum og var hann valinn í lið ársins í þáttunum Lengjudeildarmörkunum sem sýndir voru á Hringbraut í sumar.

Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa Indriða Áka áfram í sínum röðum og bindur miklar vonir við hann á komandi árum.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!