Stolið jólalag FRAM stolið af Baggalút
Fyrr í dag gaf Baggalútur út nýtt jólalag eins og þeir gera á hverju ári. Í þetta skiptið virðist þó vera maðkur í mysu þar sem þeir virðast hafa stolið jólalagi Framara síðan í fyrra, Fram að jólum, sem að strákarnir að vísu stálu frá Ítalíu.
Lögin tvö má heyra hér að neðan, sitt sýnist hverjum:
Baggalútur: https://open.spotify.com/track/3veY63DgDUzZB44wMUQVz8?si=0qFMB2CqQBCPD1qgYdVcVQ
Framarar: https://open.spotify.com/track/6v8NgvhVWbxAoSHSeQPtfe?si=1bCd30fkRKydeny7fZ9OfQ
Eftir að hafa ráðfært okkur við lögfræðinga Fram höfum við ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu. Við teljum hins vegar mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri.
Réttast í þessu væri að fá boðsmiða fyrir allt liðið á jólatónleika Baggalúts í desember! Tökum því sem góðri og gildri afsökun.
Bjóðum Baggalút fram aðstoð okkar fyrir næsta jólalag sem þeir gefa út svo ekki komi til frekari lagastuld.
Áfram Fram og Baggalútur!
