fbpx
Leikir KK

Stolið jólalag FRAM stolið af Baggalút

Stolið jólalag FRAM stolið af Baggalút
 
Fyrr í dag gaf Baggalútur út nýtt jólalag eins og þeir gera á hverju ári. Í þetta skiptið virðist þó vera maðkur í mysu þar sem þeir virðast hafa stolið jólalagi Framara síðan í fyrra, Fram að jólum, sem að strákarnir að vísu stálu frá Ítalíu.
 
Lögin tvö má heyra hér að neðan, sitt sýnist hverjum:
 
Baggalútur: https://open.spotify.com/track/3veY63DgDUzZB44wMUQVz8?si=0qFMB2CqQBCPD1qgYdVcVQ
 
Framarar: https://open.spotify.com/track/6v8NgvhVWbxAoSHSeQPtfe?si=1bCd30fkRKydeny7fZ9OfQ
 
Eftir að hafa ráðfært okkur við lögfræðinga Fram höfum við ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu. Við teljum hins vegar mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri.
 
Réttast í þessu væri að fá boðsmiða fyrir allt liðið á jólatónleika Baggalúts í desember! Tökum því sem góðri og gildri afsökun.
 
Bjóðum Baggalút fram aðstoð okkar fyrir næsta jólalag sem þeir gefa út svo ekki komi til frekari lagastuld.
 
Áfram Fram og Baggalútur!
 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!