fbpx
5 gera samning við Fram vefur

Meistaraflokkur kvenna semur við 5 leikmenn

Meistaraflokkur kvenna er á fullu að undirbúa komandi sumar. Stór þáttur í því að byggja ofan á góðan árangur síðasta tímabils er að framlengja samninga við núverandi leikmenn og bæta við nýjum leikmönnum til að styrkja hópinn. Í þetta sinn voru samningar framlengdir við tvo leikmenn sem spilað hafa með liðinu síðustu tímabil og bætt var við þremur nýjum leikmönnum.

Svava Björk Hölludóttir og Sóley Rut Þrastardóttir hafa báðar spilað með liðinu síðustu tvö tímabil og gegnt mikilvægu hlutverki í hópnum. Báðar eru 29 ára og færa liðinu mikla reynslu og stöðugleika. Svava er miðjumaður sem getur líka spilað sem vinstri bakvörður og Sóley er sóknarmaður. Báðar gera tveggja ára samning við liðið.

Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir, Ástrós Eva Ingólfsdóttir og Helga Kristinsdóttir koma allar frá Breiðablik, þar sem þær spiluðu með öðrum flokki félagsins á síðasta ári. Allar þrjár eru ungar og mjög efnilegar og munu vonandi gegna lykilhlutverki í uppbyggingu meistaraflokks kvenna hjá Fram næstu árin. Allar þrjár gera tveggja ára samning við félagið.

Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar til FRAM.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!