Hagkaupsmót 6. flokks karla fór fram í Fram heimilinu síðustu helgi. Mótið lukkaðist vel og miðað við taktana sem leikmenn og liðinu sýndu er hægt að fullyrða að næstu landsliðsmenn Íslands leynast í þessum hópi.
Mikilvægast var þó að allir skemmtu sér vel og ekki skemmdi fyrir að þátttakendur fengu góða leiðsögn frá leikmönnum meistaraflokka FRAM sem dæmdu m.a. á mótinu.
Við þökkum öllum liðunum sem tóku þátt fyrir komuna.
Þetta er fyrsta mótið af tveimur sem Hagkaup mun halda með Fram í vetur. Fram þakkar fyrirtækinu fyrir gott samstarf. Flott að sjá að jafn kraftmikil búð og Hagkaup er, sé tilbúin til að styrkja við yngri flokka starf FRAM!