Guðmundur Magnússon hefur framlengt samning sinn við Fram til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.
Guðmundur sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil og átti stóran þátt í frábæru gengi Framliðsins síðasta sumar.
Sóknarmaðurinn Guðmundur er þrítugur að aldri og uppalinn í Fram. Hann lék með félaginu til ársins 2014 er hann gekk til liðs við Víking í Ólafsvík. Guðmundur hefur einnig leikið með HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík á sínum ferli. Alls hefur Guðmundur leikið 167 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 55 mörk.
Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa Guðmund áfram í sínum röðum og það er ljóst að reynsla hans og gæði koma til með að nýtast félaginu vel á næstu árum í deild þeirra bestu.
