fbpx
Bikar á loft

Fyrirliðinn framlengir

Hlynur Atli Magnússon fyrirliði Fram hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.

Hlynur Atli er uppalinn Framari og lék hann sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk félagsins 18 ára gamall árið 2008.  Alls hefur hann nú leikið 219 leiki fyrir Fram og er orðinn 16. leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.  Á ferli sínum hefur Hlynur Atli einnig leikið með Þór Akureyri og norska félaginu Florö SK.

Fyrirliðinn Hlynur Atli lék stórt hlutverk og leiddi hið frábæra Framlið sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina í sumar. Knattspyrnudeild Fram fagnar því að Hlynur Atli spili með uppeldisfélagi sínu í deild hinna bestu á nýjum og glæsilegum velli í Úlfarsárdal næstu tvö árin hið minnsta

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!