fbpx
Tóti2

Þórir Guðjónsson semur til tveggja ára

Framherjinn Þórir Guðjónsson hefur gert nýjan samning við Fram til tveggja ára. Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023.

Hinn þrítugi Þórir er uppalinn Framari og lék hann sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk félagsins 18 ára gamall árið 2009.  Árið 2010 gekk Þórir til liðs við Val og hefur á sínum ferli einnig leikið með Fjölni og Breiðabliki.  Alls hefur hann leikið 128 leiki í efstu deild og skorað í þeim 33 mörk.

Þórir gekk til liðs við Fram á nýjan leik haustið 2019 og hefur leikið stórt hlutverk í velgengni liðsins á síðustu tveimur árum.  Hann hefur á þessum tíma leitt sóknarlínu liðsins og skorað 19 mörk í 56 leikjum.

Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa tryggt sér starfskrafta Þóris og bindur miklar vonir við hann á komandi árum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!