Knattspynudeild Fram hefur samið við hinn 23 ára gamla Jesús Yendis frá Venezuela. Þessi öflugi vinstri bakvörður sem jafnframt getur leikið sem kantmaður kemur til Fram frá CD Hermanos Colmenarez í heimalandinu. Samningurinn gildir til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2023.
Jesús er sókndjarfur og beinskeyttur bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er góður á boltanum og með góðar fyrirgjafir en jafnframt öflugur varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur býr Jesús yfir mikilli reynslu úr deildinni í Venezuela.
Jón Sveinsson þjálfari Fram er ánægður með að hafa tryggt sér þjónustu Jesús Yendis næstu tvö árin: “Jesús er spennandi viðbót við góðan hóp hjá okkur. Hraður og kröftugur vinstri bakvörður sem mun styrkja okkur.”
Jesús er spenntur fyrir tækifærinu að koma til Íslands að leika knattspyrnu: “Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að skapa mér nafn utan Venezuela. Ég er mjög ánægður og spenntur yfir þessu tækifæri og stoltur af því trausti sem að Fram sýnir mér. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og stuðningsmennina.”
Knattspyrnudeild Fram bíður Jesús velkominn til félagsins og væntir mikils af honum í Frambúningnum næstu tvö árin.