fbpx
DÞS

Fram semur við Breka, Dag og Þengil

Knattspyrnudeild Fram hefur gert samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn félagsins; Breka Baldursson, Dag Margeirsson og Þengil Orrason.

Breki Baldursson er fæddur árið 2006 og því ennþá gjaldgengur í 3. flokki. Breki leikur sem miðjumaður og er þegar farinn að láta til sín taka með 2. flokki félagsins. Breki lék sína fyrstu landsleiki í september er hann lék tvo leiki með U15 ára landsliði Íslands gegn Finnlandi. Samningur Breka er til þriggja ára eða út keppnistímabilið 2024.

Dagur Margeirsson er fyrirliði 2. flokks Fram. Dagur sem er 18 ára gamall leikur í stöðu miðvarðar. Hann er öflugur, hávaxinn og fljótur leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með á næstu misserum. Samningur Dags er til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2023.

Þengill Orrason er fæddur árið 2005 og er því á fyrsta ári í 2. flokki. Hann stimplaði sig vel inn með 2. flokki á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera þá enn gjaldgengur í 3. flokk. Þengill er kraftmikill og útsjónarsamur leikmaður. Hann leikur yfirleitt í stöðu miðvarðar eða miðjumanns. Samningur Þengils er til þriggja ára eða út keppnistímabilið 2024.

Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við þessa efnilegu leikmenn til framtíðar. Það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna í Frambúningnum á komandi árum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!