Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson landsliðsþjálfarar Íslands U18 karla og Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson landsliðsþjálfarar Íslands U20 karla hafa valið æfingahópa sem koma saman til æfinga helgina 7.-9. janúar 2022.
Allar æfingar liðanna fara fram á höfuðborgarsvæðinu, en auk æfinga verður haldið áfram með fyrirlestraröðina “Afreksmaður framtíðar” þar sem yngri landslið Íslands fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga fjóra leikmenn í þessu æfingahópum Íslands en þeir sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:
Ísland U18
Breki Hrafn Árnason Fram
Kjartan Þór Júlíusson Fram
Reynir Þór Stefánsson Fram
Ísland U20
Arnór Máni Daðason Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM