fbpx
Bikar vefur

Íþróttamaður Fram 2021 verður útnefndur fimmtudaginn 30. desember.

Kæru FRAMarar

Íþróttamaður Fram 2021 verður útnefndur fimmtudaginn 30. desember.

Á 100  ára afmæli FRAM 2008 var ákveðið að taka upp þann sið að kjósa „Íþróttamann/konu ársins“ – aðila sem félagið telur að hafi náð afburða árangri í íþrótt sinni ásamt því að vera fyrirmynd FRAM innan vallar sem utan.

Tilkynnt verður um valið á “Íþróttamanni FRAM 2021″  með öðrum hætti en venjulega vegna aðstæðna í samfélaginu.  Samt eins og í fyrra . Valið verður tilkynnt á heimasíðu Fram og á samfélagsmiðlum fimmtudaginn 30. desember kl. 17:00

Þeir FRAMarar sem tilnefndir eru fyrir árið 2021 eru:

Dalrós Inga Ingadóttir                      Almenningsíþróttadeild Fram
Erika Rún Heiðarsdóttir                  Knattspyrnudeild Fram
Jenný María Jóhannsdóttir             Taekwondodeild Fram
Leevi Kaunio Sveinbjörnsson          Taekwondodeild Fram
Ólafur Íshólm Ólafsson                    Knattspyrnudeild Fram
Stefán Darri Þórsson                        Handknattleiksdeild Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir                 Handknattleiksdeild Fram

Hvetjum Framara til að fylgjast vel með á netinu en vonumst til að geta boðið ykkur í  veglegt hóf í Úlfarsárdal að ári.

Minnum svo á Flugeldasölu FRAM í Úlfarsárdal.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!