fbpx
Íþróttamaður Fram 2021 verður útnefndur fimmtudaginn 30. desember.

Á 100  ára afmæli FRAM 2008 var ákveðið að taka upp þann sið að kjósa „Íþróttamann/konu ársins“ – aðila sem félagið telur að hafi náð afburða árangri í íþrótt sinni ásamt því að vera fyrirmynd FRAM innan vallar sem utan.  Tilkynnt verður um valið á “Íþróttamanni FRAM 2021″  með öðrum hætti en venjulega vegna aðstæðna í samfélaginu.  Samt eins og í fyrra ☹. Valið verður tilkynnt á heimasíðu Fram og á samfélagsmiðlum fimmtudaginn 30. desember kl. 17:00.
Þeir FRAMarar sem tilnefndir eru fyrir árið 2021 eru:

Dalrós Inga Ingadóttir Almenningsíþróttadeild Fram,     Erika Rún Heiðarsdóttir Knattspyrnudeild Fram,     Jenný María Jóhannsdóttir Taekwondodeild Fram,     Leevi Kaunio Sveinbjörnsson Taekwondodeild Fram,     Ólafur Íshólm Ólafsson Knattspyrnudeild Fram,     Stefán Darri Þórsson Handknattleiksdeild Fram,      Þórey Rósa Stefánsdóttir Handknattleiksdeild Fram

Íþróttamaður Fram 2021 Ólafur Íshólm Ólafsson

Íþróttamaður Fram 2021 – Ólafur Íshólm Ólafsson

Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram er fæddur árið 1995.  Ólafur er uppalinn Fylkismaður og lék með öllum yngri flokkum Fylkis og upp í meistaraflokk áður en hann skipti yfir í Breiðablik árið 2017.
Hann kom á láni til okkar Framara í febrúar 2019 og lék með okkur þar til hann var kallaður aftur til Breiðabliks um mitt sumar 2019.  Haustið 2019 samdi Ólafur svo við Fram og í lok síðasta tímabils framlengdi hann samning sinn við félagið út keppnistímabilið 2023.

Ólafur átti virkilega gott tímabil í hinu frábæra Framliði sem setti stigamet og fór taplaust í gegnum Lengjudeildina í sumar.   Ólafur lék 23 leiki í deild og bikar á tímabilinu.  Með aðstoð liðsfélaga sinna hélt hann markinu hreinu á útivelli í deildinni frá því í maí og fram í lok ágúst. Fyrsta markið sem Ólafur fékk á sig á útivelli skoruðu Þróttarar framhjá honum í 18. umferð. 

Hann var einn af burðarásum liðsins og einn af leiðtogum hópsins.  Góð frammistaða Ólafs fór ekki framhjá sparkspekingum og var hann valinn í lið ársins á fotbolti.net og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Ólafur hefur gegnt stöðu varafyrirliða og borið fyrirliðabandið í fjarveru Hlyns Atla Magnússonar. Ólafur er mikill liðsmaður sem fer fyrir með góðu fordæmi og lætur vel í sér heyra inni á vellinum. 
Þá er hann góður félagi innan sem utan vallar og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur í félaginu.

Alls hefur Ólafur spilað 95 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bikarkeppninni.  Þar af hefur Ólafur leikið 60 deildar- og bikarleiki fyrir Fram og vonandi munum við Framarar njóta krafta hans sem lengst.

Til hamingju Ólafur Íshólm.

Myndir af Ólafi er hægt að finna hér http://frammyndir.123.is/pictures/

Við óskum þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur. 

Njótið áramótanna en förum varlega. 

Knattspyrnufélagið Fram

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!