fbpx
Ana, Óskar og Erika vefur

Erika og Ana skrifa undir til tveggja ára

Það er kannski covid, snór og skítaveður en hjá meistaraflokki Fram kvenna eru ekkert nema gleðifréttir!

Fyrirliðinn okkar, Erika Rún Heiðarsdóttir, var að skrifa undir nýjan 2 ára samning við félagið og mun því leiða liðið áfram að lágmarki næstu tvö tímabil. Erika er 21 árs gömul og spilar sem miðvörður. Hún er kraftmikil, hávær og mjög afgerandi leiðtogi á vellinum og utan hans. Erika gekk til liðs við félagið frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og gegndi lykilhlutverki í góðum árangri síðasta árs. Hún var kjörin efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi knattspyrnudeildar og var einnig tilnefnd sem íþróttamaður Fram 2021.

Einnig fengum við góðan liðsstyrk þar sem hin portúgalska Ana Bral gerði líka 2 ára samning við félagið á sama tíma. Ana spilaði með Sindra frá Höfn í Hornafirði á síðasta tímabili en lék þar áður með Atlético CP og CF Benfica í heimalandinu, þar sem hún vann bæði portúgölsku deildina og bikarinn ásamt því að spila í undankeppni meistaradeildarinnar. Ana er 25 ára gömul, gríðarlega vinnusamur miðjumaður með gott auga fyrir spili. Við bjóðum Ana hjartanlega velkomna til félagsins.

Við hlökkum virkilega mikið til að sjá báða þessa flottu leikmenn spila í bláu treyjunni næstu árin á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!