Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að hinn sigursæli þjálfari Stefán Arnarson hefur framlengt samning sinn til vorsins 2023. Það er óhætt að segja að Stefán hafi skilað góðu starfi frá því hann kom til okkar í Fram frá Val vorið 2014. Hann hefur stýrt kvennaliðinu síðan og skilað frábæru starfi.
Við í Fram erum gríðarlega ánægð með að tryggja okkur krafta hans áfram enda einn sigursælasti þjálfari handboltans á Íslandi. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Fram er við flytjum í nýtt hús í vor. Stefán mun stýra kvennaliðinu á okkar fyrsta tímabili á nýjum heimavelli.
Áfram Fram!