Í gær spilaði meistaraflokkur kvenna við Þrótt í Reykjavíkurmótinu. Úrslitin voru svosem ekki sérstakt fagnaðarefni en við getum þó glaðst verulega yfir því að Silja Katrín Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki.
Silja er fædd 2008 og því á eldra ári í 4.flokki. Gaman að segja frá því að stúlka er fædd 28. desember og því ný orðinn 13 ára. Silja kom inn í seinni hálfleik gegn Þrótti og stóð sig vel.
Við óskum Silju innilega til hamingju með fyrsta leikinn og erum spennt að sjá hana þroskast og þróast sem leikmaður.
Knattspyrnudeild Fram