fbpx
Leikir KK (86)

Vilhelm Poulsen heldur til Danmerkur eftir tímabilið

Vilhelm Poulsen til liðs við Lemvig-Thyborøn Håndbold!

Vilhelm Poulsen hefur samið við Lemvig um að ganga til liðs við liðið á næsta tímabili. Vilhelm gekk til liðs við okkur í Fram ásamt félaga sínum Rógva Dal Christiansen haustið 2020. Þetta er því hans annað tímabil í Frambúningnum og hefur hann staðið sig frábærlega. Hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í vetur en hann hefur leikið 14 leiki og skorað í þeim 105 mörk. Þrátt fyrir að það verði mikill söknuður af Vilhelm úr okkar röðum þá erum við stolt af þeim framförum sem hann hefur tekið og erum ávallt stolt þegar ungir og efnilegir leikmenn halda í atvinnumennskuna.

Vilhelm mun klára tímabilið hér heima með krafti og halda svo út eftir tímabilið.

“Vilhelm hefur reynst okkur mikill happafengur enda er hann ekki bara frábær leikmaður heldur mikill liðsmaður og drengur góður. Við munum sakna hans úr Fram en fylgjumst með frama hans í boltanum enda er ég sannfærður um hann á eftir að ná langt. Yngri leikmenn ættu að taka sér Vilhelm til fyrirmyndar þar sem vinnusemi hans og dugnaður utan vallar hafa ekki síst skilað honum þessu tækifæri” Segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar Fram.
Gangi þér vel Vilhelm.

Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!